top of page
People_edited_edited_edited.jpg
Fordómar og
Mismunun

FORDÓMAR OG MISMUNUN

Í íslensku

samfélagi

Á síðustu árum hefur þjóðernishyggja, útlendingaandúð, kynþátta- og menningarfordómar og íslamófóbía farið vaxandi og orðið sýnilegri víða um heim. Það á líka við um Ísland.

Það er mikilvægt að auka þekkingu á mismunandi birtingarmyndum andúðar og fordóma í garð fólks með fjölbreyttan bakgrunn á Íslandi í þeim tilgangi að sporna gegn vaxandi fordómum, ofbeldi og mismunun í garð jaðarsettra einstaklinga og hópa og stuðla að inngildingu allra í samfélaginu.

Á ÞESSU NÁMSKEIÐI ER MEÐAL ANNARS FJALLAÐ UM:

Á námskeiðinu er fjallað ítarlega um mismunandi birtingarmyndir fordóma, jaðarsetningar og mismununar, hvernig þær birtast og hvar. Einnig er fjallað um önnur skyld hugtök og þau sett í samhengi við íslenskt samfélag. Velt er upp þeim alvarlegu afleiðingum sem meiðandi orðræða, öráreitni og annað ofbeldi sem beinist að kynþætti, menningu og/eða uppruna getur haft. Rætt er um með hvaða hætti er hægt að sporna gegn hlutdrægni, fordómum og andúð í garð fólks með fjölbreyttan bakgrunn og bregðast við þegar upp koma slík atvik.

FYRIR HVERJA ER námskeiðið?

Starfsfólk og stjórnendur í skóla og frístundastarfi, íþrótta- og tómstundastarfi og aðra sem starfa með börnum og ungmennum og aðra áhugasama. Námskeiðin eru ávallt sérsniðin að hverjum hópi.

Á námskeiðinu er ávallt stuðst við nýjustu rannsóknir, kenningar og gagnreyndar aðferðir. Á þessu námskeiði er einnig stuðst við persónulega reynslu af menningarfordómum, áreitni og hatursorðræðu.

FORDÓRMAR OG MISMUNUN Í ÍSLENSKU SAMFÉLAI

FORDÓMAR OG MISMUNUN Í SKÓLA, ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDASTARFI

Á síðustu árum hefur þjóðernishyggja, útlendingaandúð, kynþátta- og menningarfordómar og íslamófóbía farið vaxandi og orðið sýnilegri víða um heim. Íslenskt samfélag er ekki undanskilið þeirri þróun. Meiðandi orðræða, fordómar, einelti, áreitni og mismunun á sér oft stað á skólatíma og/eða í frístunda-, íþrótta- og tómstundastarfi barna og ungmenna.

Til þess að hægt sé að koma í veg fyrir atvik sem fela í sér fordóma og mismunun vegna uppruna, þjóðernis, kynþáttar eða menningar og hægt sé að grípa inn í slíka hegðun og tryggja farsæla úrlausn mála þegar þau koma upp er mikilvægt að þau sem starfa með börnum og ungmennum fái nauðsynlega þekkingu og þjálfun. Það er nauðsynlegt að þau þekki mismunandi birtingarmyndir fordóma og mismununar, geti lesið í vísbendingar um að slíkt eigi sér stað og viti hvernig bregðast eigi við þegar slíkt kemur upp, hvernig hægt sé að sporna gegn og/eða uppræta slíka menningu.

Á ÞESSU NÁMSKEIÐI ER MEÐAL ANNARS FJALLAÐ UM:

Á námskeiðinu er fjallað um nokkur mikilvæg hugtök í umræðu um fordóma,  mismunun og jaðarsetningu á meðal barna og ungmenna, meiðandi orðræðu og umræðuhefð í umhverfi barna og ungmenna, mismunandi birtingarmyndir fordóma, kynþáttaníðs og mismununar í skóla, íþrótta- og tómstundastarfi. Einnig er hægt að fjalla um hvernig slíkt birtist á þeim vettvangi á meðal fullorðinna.

Einnig fjallað um ávinninginn af því að vera með inngildandi starfsemi fyrir börn og ungmenni, áskoranir og hindranir sem standa í vegi fyrir þátttöku jaðarsetta barna og ungmenna og hvað þú getur gert til þess að starfsemin þín sé opin, aðgengileg og inngildandi.

FYRIR HVERJA ER námskeiðið?

Starfsfólk og stjórnendur í skóla og frístundastarfi, íþrótta- og tómstundastarfi og aðra sem starfa með börnum og ungmennum. Börn, ungmenni, foreldra/forsjáraðila og aðra áhugasama. Námskeiðin eru ávallt sérsniðin að hverjum hópi.

Athugið að hægt er að fá námskeið sem fjallar um fordóma, jaðarsetningu og mismunun í íþróttum og tómstundum fullorðinna eða námskeiðið sem fjallar sérstaklega um börn og ungmenni í því samhengi.

Á námskeiðinu er ávallt stuðst við nýjustu rannsóknir, kenningar og gagnreyndar aðferðir. Á þessu námskeiði er einnig stuðst við persónulega reynslu.

FORDÓMAR & MISMUNUN Í SKÓLA, ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDASTAFI
bottom of page