top of page
Hands_edited_edited_edited.jpg
Fjölmenning og inngilding

Fjölmenning og inngilding í íslensku samfélagi

Samfélög nútímans eru sífellt að verða fjölbreyttari, meðal annars með tilliti til uppruna, þjóðernis, menningar, trúar- og lífsskoðana. Vegna aukinnar alþjóðavæðingar hefur hreyfanleiki fólks aukist til muna og því eru flest samfélög orðin mun fjölbreyttari en áður var og eru því skilgreind sem fjölmenningarsamfélög. Íslenskt samfélag er engin undantekning þar á.

Fjölmenningarleg samfélög kalla á ýmsar breyttar áherslur á öllum sviðum samfélagsins. Það er mikilvægt að fólk sem starfar með börnum og ungmennum búi yfir þekkingu og þjálfun til að takast á við stöðu jaðarsettra barna og ungmenna, til að geta borið kennsl á birtingarmyndir jaðarsetningar og mismununar í starfinu og rutt hindrunum fyrir virkri þátttöku úr vegi og stuðlað að inngildingu allra barna og ungmenna.

Á ÞESSU NÁMSKEIÐI ER MEÐAL ANNARS FJALLAÐ UM:

Á þessu námskeiði er fjallað um stöðu barna og ungmenna af erlendum uppruna/með flóttabakgrunn í íslensku samfélagi. Fjallað er um nokkur mikilvæg hugtök í umræðu um fjölmenningu og inngildingu, mismunandi birtingarmyndir fordóma, mismununar og jaðarsetningar í starfi með börnum og ungmennum og aðrar hindranir sem geta verið í vegi jaðarsettra barna og þátttöku þeirra.

Einnig er fjallað um hvernig við stuðlum að virkri þátttöku allra barna og ungmenna í gegnum inngildandi leiðtogafærni og hvernig við ryðjum hindrunum úr vegi með inngildandi aðferðum og verkfærum og hvernig við stuðlum að opnu, aðgengilegu og unngildandi samfélagi, í þrengra og víðara samhengi.

FYRIR HVERJA ER námskeiðið?

Starfsfólk og stjórnendur í skóla og frístundastarfi, íþrótta- og tómstundastarfi og aðra sem starfa með börnum og ungmennum og aðra áhugasama. Námskeiðin eru ávallt sérsniðin að hverjum hópi.

Á námskeiðinu er ávallt stuðst við nýjustu rannsóknir, kenningar og gagnreyndar aðferðir.

Starf með börnum og ungmennum með flóttabakgrunn

Samfélög nútímans eru sífellt að verða fjölbreyttari, meðal annars með tilliti til uppruna, þjóðernis, menningar, trúar- og lífsskoðana. Vegna aukinnar alþjóðavæðingar hefur hreyfanleiki fólks aukist til muna og því eru flest samfélög orðin mun fjölbreyttari en áður var og eru því skilgreind sem fjölmenningarsamfélög. Íslenskt samfélag er engin undantekning þar á.

Á síðustu árum hefur fjöldi barna og ungmenna með flóttabakgrunn aukist á Íslandi. Aukinn fjölbreytileiki kallar á hinar ýmsu áherslubreytingar, meðal annars í skóla og frístundastarfi, á vettvangi íþrótta og tómstunda og annars staðar þar sem fólk kemur saman.

Á meðal þeirra spurninga sem velt er upp eru:

Á þessu námskeiðið er fjallað sérstaklega um málefni fólks á flótta, stöðu flóttafólks í íslensku samfélagi, hvað er mikilvægt að leggja áherslu á í starfi með börnum og ungmennum með flóttabakgrunn (meðal annars með tilliti til reynslu þeirra á flóttanum og áskorana í nýju samfélagi), stöðu þeirra í skólasamfélaginu og þátttöku í frístundastarfi, hvernig við stuðlum að inngildingu þeirra, virkri þátttöku, farsæld og velferð.

FYRIR HVERJA ER námskeiðið?

Starfsfólk og stjórnendur í skóla og frístundastarfi,  íþrótta- og tómstundastarfi og aðra sem starfa með börnum og ungmennum og aðra áhugasama. Námskeiðin eru ávallt sérsniðin að hverjum hópi.

Á námskeiðinu er ávallt stuðst við nýjustu rannsóknir, kenningar og gagnreyndar aðferðir.

Starf með börnum og ungmennum með flóttabakgrunn
bottom of page