Einelti og neteinelti
Námskeið
um samskipta-vanda og einelti
Á þessu námskeiði er fjallað á ítarlegan hátt um samskiptavanda og einelti á meðal barna og ungmenna. Á meðal þess sem fjallað er um eru mismunandi birtingarmyndir eineltis, alvarlegar afleiðingar þess og hvernig skal bregðast við þegar upp kemur samskiptavandi eða einelti á meðal barna og ungmenna og hvað sé hægt að gera til að fyrirbyggja slíkt.
Á meðal þeirra spurninga sem velt er upp eru:
-
Hvað er samskiptavandi?
-
Hvað er einelti?
-
Hverjar eru birtingarmyndir eineltis?
-
Hverjar eru afleiðingar eineltis fyrir þolendur, gerendur og áhorfendur?
-
Hvernig get ég komið í veg fyrir einelti í mínum hópi?
-
Hvernig á ég að bregðast við einelti?
FYRIR HVERJA ER námskeiðið?
Starfsfólk og stjórnendur í skóla og frístundastarfi, íþrótta- og tómstundastarfi og aðra sem starfa með börnum og ungmennum. Börn, ungmenni, foreldra/forsjáraðila og aðra áhugasama. Námskeiðin eru ávallt sérsniðin að hverjum hópi.
Á námskeiðinu er ávallt stuðst við nýjustu rannsóknir, kenningar og gagnreyndar aðferðir.
Námskeið
NETEINELTI
Á þessu námskeiði er fjallað ítarlega um neteinelti á meðal barna og ungmenna. Á meðal þess sem farið er yfir eru samskipti barna og ungmenna á netinu og samfélagsmiðlanotkun þeirra, mismunandi birtingarmyndir neteineltis og áreitis og uppbyggilega netnotkun.
Á meðal þeirra spurninga sem velt er upp eru:
-
Hvað er neteinelti?
-
Hverjar eru birtingarmyndir áreitis á netinu og neteineltis?
-
Hvar fer neteinelti fram?
-
Hverjar eru vísbendingarnar um að neteinelti eigi sér stað?
-
Hverjar eru afleiðingar neteineltis?
-
Hvernig er hægt að koma í veg fyrir neteinelti?
-
Hvernig á að bregðast við þegar neteinelti á sér stað?
FYRIR HVERJA ER námskeiðið?
Starfsfólk og stjórnendur í skóla og frístundastarfi, íþrótta- og tómstundastarfi og aðra sem starfa með börnum og ungmennum. Börn, ungmenni, foreldra/forsjáraðila og aðra áhugasama. Námskeiðin eru ávallt sérsniðin að hverjum hópi.
Á námskeiðinu er ávallt stuðst við nýjustu rannsóknir, kenningar og gagnreyndar aðferðir.